Fundu ís á tunglinu

Ísinn, sem merktur er blár á myndinni, fannst á suður- …
Ísinn, sem merktur er blár á myndinni, fannst á suður- og norðurpól tunglsins. Ljósmynd/NASA

Flokkur vísindamanna hefur staðfest ummerki um ís á tunglinu. Frá þessu er greint á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) og segir þar einnig að ísinn sé dreifður á suður- og norðurpól tunglsins. Mestur hluti íssins er á svæði sem sólarljós nær aldrei til, og hæsti hiti fer aldrei yfir -157°.

Fyrri athuganir höfðu sýnt fram á merki um mögulegan yfirborðsís á suðurpól tunglsins en það hafði ekki verið staðfest þar sem mögulegt þótti að um jarðveg sem endurkastaði ljósi óvenjulega mikið væri að ræða.

Í leiðöngrum framtíðarinnar verður því kannski mögulegt að nýta vatnið og verja lengri tíma á tunglinu, að því er fram kemur á vefsíðu NASA. Það mun á næstunni verða lykilverkefni hjá NASA að komast að meiru um ísinn, hvernig hann komst þangað og hvaða áhrif hann hefur á umhverfið á tunglinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert