Áróðurssíðum lokað á Facebook og Twitter

AFP

Stjórnendur Facebook og Twitter hafa lokað fjölmörum síðum sem tengjast Íran og Rússlandi vegna þess að þær eru falsaðar eða eru áróðurssíður.

Yfir 650 Facebook-síðum og hópum var lokað en að sögn Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, var þeim ætlað að villa um fyrir fólki. Alls var 284 reikningum sem tengjast Íran lokað.

Síðunum var lokað aðeins sólarhring eftir að Microsoft upplýsti um að fyrirtækið hafi stöðvað tölvuárásir á íhaldssamar bandarískar hugveitur.

Í tilkynningu frá Facebook kemur fram að rannsóknin hafi staðið yfir í marga mánuði og að slík hegðun verði ekki liðin á Facebook því fólk á að geta treyst þeim samböndum sem þar myndast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert