Vitglöp vegna loftmengunar

AFP

Viðvarandi loftmengun getur haft skaðleg áhrif á vitrænan árangur fólks. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem var gerð af bandarískum og kínverskum vísindamönnum.

Á fjögurra ára tímabili voru hæfileikar um 20 þúsund Kínverja í stærðfræði og munnlegri tjáningu rannsakaðir. Rannsakendur telja að neikvæð áhrif aukist með hækkandi aldri og að karlmenn með litla menntun að baki séu í mestri hættu.

Rannsakendur telja að niðurstaðan eigi við alþjóðlega þar sem yfir 80% af íbúum í þéttbýli í heiminum býr við hættulega loftmengun. Loftmengun er lýst sem ósýnilegum morðingja en um sjö milljónir dauðsfalla á ári eru rakin til loftmengunar, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO.

Frétt BBC

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert