Íhuga sölubann á orkudrykkjum til barna

Orkudrykkir eru misjafnir að samsetningu. Sumir innihalda t.d. mikið koffín.
Orkudrykkir eru misjafnir að samsetningu. Sumir innihalda t.d. mikið koffín. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ensk yfirvöld íhuga að banna sölu á orkudrykkjum til barna yngri en átján ára þar sem talið er að þeir ógni heilsu barna.

Mjög mikill sykur og koffín er í orkudrykkjum og hefur mikil drykkja þeirra verið tengd við offitu og önnur heilsufarsvandamál. Bann er nú til skoðunar hjá yfirvöldum í Englandi en stjórnvöld þar, í Skotlandi, á Norður-Írlandi og í Wales hafa heimild til þess að setja slíkt bann þrátt fyrir að það gildi ekki annars staðar í Bretlandi.

Í frétt BBC kemur fram að ungmenni í Bretlandi eru þau sem neyta einna mest af orkudrykkjum af ungmennum í Evrópu. Í mörgum tilvikum er meiri sykur og meira koffein í þeim en í hefðbundnum gosdrykkjum. 

Mikil neysla getur haft áhrif á tannheilsu, eykur hættu á offitu, getur valdið höfuðverk og svefnvanda, segir enn fremur í frétt BBC.

Kennarar segja að orkudrykkir hafi slæm áhrif á frammistöðu nemenda en ekki liggja gagnreyndar rannsóknir þar að baki. 

BBC

mbl.is
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...