Myndir af nýjum iPhone

AFP

Myndum af því sem er sennilega nýi iPhone-inn var lekið á vefsíðuna 9TO5Mac í gærkvöldi. Apple hefur tilkynnt um vörukynningu 12. september. Áhugafólk segir að þetta verði iPhone XS.

Myndin er ekki ágiskun heldur mynd frá Apple, samkvæmt 9TO5Mac. Hún er vafalaust illa fengin með einhverjum hætti. Hún sýnir tvo dökkgyllta síma. Annar þeirra er sennilega 5.8 tommur, á stærð við iPhone X, og hinn enn stærri, 6.5 tommur.

iPhone X í búð Apple. Myndin sem 9TO5Mac hefur birt ...
iPhone X í búð Apple. Myndin sem 9TO5Mac hefur birt sýnir ekki ólíkan síma þessum en hann er orðinn stærri. Sjá það í hlekk neðar. AFP

iPhone X kostaði víða hátt í 200.000 krónur í fyrra þegar hann loks kom til Íslands. Ætla má að dýrari gerðin af iPhone-inum sem nú er von á, verði álíka dýr. Þá munu eldri gerðir að vonum lækka en það hefur þó oft gerst hægar en margur vonar.

Gert ráð fyrir mikilli eftirspurn

„Síminn verður kynntur þarna 12. september, fer svo í forsölu í Bandaríkjunum og á Íslandi fáum við hann vonandi ekki seinna en í október,“ segir Hörður Ágústsson eigandi Macland. „Það er gert ráð fyrir mikilli eftirspurn og því er ráðlagt að panta sér símann um leið og hægt er, ef fólk vill tryggja sér hann fyrir áramót.“

Margir koma sennilega til með að fá sér nýjan síma í haust, segir Hörður. „Margir eru að tala um svokallað „supercycle“ núna. Það gerðist síðast þegar iPhone 6 kom út og margir áttu gamla síma, 3G, 4 eða 4S. Þá uppfærðu mjög margir og keyptu sér 6. Ég held að svipað muni gerast núna.“

Myndirnar af símanum má sjá hérna.

mbl.is
Uppsetning Innréttinga.
Láttu fagmann vinna verkið. Reynsla í í Ikea framleiðslu. Frá sökkli upp í mæn...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri stebbi_75@hotmail.com sími 659 5648...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur
Ljosmyndari.is býður upp á fjölmörg námskeið á árinu 2019. 2ja daga ljósmyndanám...