Komin skemra á veg en önnur lönd á Norðurlöndunum

Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent var fundarstjóri.
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent var fundarstjóri. Ljósmynd/Aðsend

Microsoft á Íslandi og Capacent kynntu í gær nýja skýrslu í Gamla bíói um stöðu stafrænna umskipta (e. digital transformation) innan íslenskra fyrirtækja. Er þetta í fyrsta sinn sem gerð er úttekt á stöðu þessara mála á Íslandi og gefa niðurstöður til kynna að íslensk fyrirtæki séu ekki jafn langt á veg komin í stafrænum umskiptum og fyrirtæki á öðrum löndum á Norðurlöndum.

Í tilkynningu segir að markmið Microsoft og Capacent með gerð skýrslunnar var að fá mynd af stöðu stafrænna umskipta á Íslandi og stöðumat íslenskra stjórnenda með svipuðum hætti og Microsoft hefur látið gera annars staðar á Norðurlöndunum.

Nana Bule, framkvæmdastjóri hjá Microsoft í Danmörku var aðalfyrirlesari.
Nana Bule, framkvæmdastjóri hjá Microsoft í Danmörku var aðalfyrirlesari. Ljósmynd/Aðsend

Skýrslan byggirst á djúpviðtölum og könnun á meðal æðstu stjórnenda 20 af stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Fyrirtækin voru staðsett á svokölluðu breytingaskeiði sem sýnir að lítill hluti fyrirtækjanna er langt kominn þegar kemur að stafrænum umskiptum og ekkert þeirra er í óskastöðu. 

Pallborðsumræður með Birnu Ósk Einarsdóttur hjá Icelandair, Orra Haukssyni hjá ...
Pallborðsumræður með Birnu Ósk Einarsdóttur hjá Icelandair, Orra Haukssyni hjá Símanum og Jón Björnsson hjá Krónunni. Ljósmynd/Aðsend

Um 20% fyrirtækjanna eru talin á byrjunarreit stafrænna umskipta sem er ívið hærra hlutfall en á hinum löndunum á Norðurlöndunum. Einnig kom í ljós að um 80% af stjórnendum íslensku fyrirtækjanna mátu stafræn umskipti sem eitt af helstu forgangsmálum.

mbl.is
LAGER AF DIM UNDIRFATNAÐI TIL SÖLU!
Til sölu lager af DIM dömu undirfatnaði, sokkabuxum, sokkum ásamt herra nærfatn...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
Jólabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 1.desember n.k. Endilega hafið samband í Kattholt...