Komin skemra á veg en önnur lönd á Norðurlöndunum

Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent var fundarstjóri.
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent var fundarstjóri. Ljósmynd/Aðsend

Microsoft á Íslandi og Capacent kynntu í gær nýja skýrslu í Gamla bíói um stöðu stafrænna umskipta (e. digital transformation) innan íslenskra fyrirtækja. Er þetta í fyrsta sinn sem gerð er úttekt á stöðu þessara mála á Íslandi og gefa niðurstöður til kynna að íslensk fyrirtæki séu ekki jafn langt á veg komin í stafrænum umskiptum og fyrirtæki á öðrum löndum á Norðurlöndum.

Í tilkynningu segir að markmið Microsoft og Capacent með gerð skýrslunnar var að fá mynd af stöðu stafrænna umskipta á Íslandi og stöðumat íslenskra stjórnenda með svipuðum hætti og Microsoft hefur látið gera annars staðar á Norðurlöndunum.

Nana Bule, framkvæmdastjóri hjá Microsoft í Danmörku var aðalfyrirlesari.
Nana Bule, framkvæmdastjóri hjá Microsoft í Danmörku var aðalfyrirlesari. Ljósmynd/Aðsend

Skýrslan byggirst á djúpviðtölum og könnun á meðal æðstu stjórnenda 20 af stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Fyrirtækin voru staðsett á svokölluðu breytingaskeiði sem sýnir að lítill hluti fyrirtækjanna er langt kominn þegar kemur að stafrænum umskiptum og ekkert þeirra er í óskastöðu. 

Pallborðsumræður með Birnu Ósk Einarsdóttur hjá Icelandair, Orra Haukssyni hjá ...
Pallborðsumræður með Birnu Ósk Einarsdóttur hjá Icelandair, Orra Haukssyni hjá Símanum og Jón Björnsson hjá Krónunni. Ljósmynd/Aðsend

Um 20% fyrirtækjanna eru talin á byrjunarreit stafrænna umskipta sem er ívið hærra hlutfall en á hinum löndunum á Norðurlöndunum. Einnig kom í ljós að um 80% af stjórnendum íslensku fyrirtækjanna mátu stafræn umskipti sem eitt af helstu forgangsmálum.

mbl.is
Egat Standard Rafmagns - Nuddbekkur V :193.000 Tilboð:179.000 út sept
Egat Standard.Rafmagnsnuddbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út sept Olíu og V...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu.
Hurðaopnari fyrir bílskúr til sölu. Tegund,BERNAL typ: BA 1000, kr; 9600.-up...