Japanskur milljarðamæringur til tunglsins

Yusaka Maezawa, japanskur milljarðamæringur, hefur verið valinn af Elon Musk, ...
Yusaka Maezawa, japanskur milljarðamæringur, hefur verið valinn af Elon Musk, forstjóra SpaceX, til að verða fyrsti almenni borgarinn sem fer í kringum tunglið. AFP

Japanski milljarðamæringurinn og tískujöfurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti almenni borgarinn sem fer á braut um tunglið, gangi áætlun SpaceX, fyrirtækis Elon Musk, upp.

„Ég vel að fara til tunglsins,“ sagði hinn 42 ára verðandi geimfari á blaðamannafundi SpaceX. Musk hafði áður gefið í skyn á Twitter-síðu sinni að fyrsti almenni geimfarinn yrði frá Japan.

Elon Musk sagði stuttlega frá geimflauginni BFR sem mun flytja Maezawa í kringum tunglið árið 2023 og að því loknu kynnti hann Maezawa á svið, en hann verður fyrsti maðurinn til að fara í kringum tunglið síðan Apollo 17 lenti á tunglinu árið 1972.

Musk segir að verkefnið sé mikilvægt skref í að auðveldi fólki sem þráir að ferðast um geiminn að láta drauma sína rætast.

Elon Musk segir að verkefnið sé mikilvægt skref í að ...
Elon Musk segir að verkefnið sé mikilvægt skref í að auðveldi fólki sem þráir að ferðast um geiminn að láta drauma sína rætast. AFP

Býður listamönnum með sér út í geim

Maezawa vakti athygli fjölmiðla í fyrra þegar hann greiddi rúma 110 milljón dollara fyrir málverk eftir listamanninn Jean-Michel Basquiat á uppboði í New York. Maezawa er mikill listunnandi og hyggst hann bjóða sex til átta listamönnum með sér til tunglsins með því skilyrði að þeir nýti ferðina sem innblástur og skapi eitthvað þegar þeir snúa aftur til jarðar. „Þessi meistaraverk munu veita innri draumóramönnum okkar allra mikinn innblástur,“ segir Maezawa.

Velgengni Maezawa má rekja aftur til ársins 2004 þegar hann stofnaði vefverslun sem er í dag sú stærsta sinnar tegundar í Japan. Maezawa er 18. ríkasti maður Japans í dag og eru eigur hans metnar á um þrjá milljarða dollara, eða um 330 milljarða króna, samkvæmt tímaritinu Forbes.

Enn þarf ýmislegt að ganga upp svo leiðangurinn verði farinn. Stærsta verkefnið verður líklega að klára að smíða geimflaugina. „Það er ekki 100% víst að hún fari þennan leiðangur,“ segir Musk.

Frétt BBC

mbl.is
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Ný Bridgestone dekk
Ný Bridgstone ónotuð 4 sumardekk til sölu 18 tommu, 225/40 R 18, Verð aðeins 60 ...