Mikið útstreymi CO2 ekki merki um Kötlugos

Samkvæmt nýlegri rannsókn getur útstreymi koltvísýrings frá Kötlu verið á ...
Samkvæmt nýlegri rannsókn getur útstreymi koltvísýrings frá Kötlu verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund tonn á dag sem er með því mesta sem þekkist í eldfjöllum. mbl.is/Rax

Mikið útstreymi koltvísýrings (CO2) úr Kötlu er ekki vísbending um yfirvofandi gos. Þetta kemur fram í færslu Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir nokkurs misskilnings hafa gætt í fréttaflutningi af miklu útstreymi koltvísýrings úr Kötlu í kjölfar greinar Evgeníu Ilyinskayu og samstarfsfólks í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koltvísýrings.

Í greininni kemur fram að útstreymi koltvísýrings frá Kötlu geti verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund tonn á dag sem er með því mesta sem þekkist í eldfjöllum. „Mælingarnar segja ekkert um hvort nú sé gos í aðsigi eða hve stórt næsta gos verður,“ skrifar Magnús Tumi og bendir á að höfundar fjalli hvergi um þann möguleika í grein sinni.

„Mælingarnar sýna hinsvegar ótvírætt að CO2 leitar upp í miklum mæli og hefur gert í einhver ár, hve lengi er ekki vitað en svipað útstreymi gæti hafa varað undanfarna áratugi,“ segir í færslu Magnúsar Tuma.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Ljósmynd/HÍ

Hann segir mælingarnar sýna að enn eigi vísindamenn ýmislegt ólært um eldvirknina og eiginleika einstakra eldstöðva og segir hann til að mynda mikilvægt að vita hvort útstreymið er stöðugt eða árstíðabundið.

„Hugsanlega munu frekari mælingar varpa nýju ljósi á hegðun Kötlu og gætu þannig hjálpað okkur við að bæta enn frekar eftirlit og hættumat. Meiri mælingar eru líka eina leiðin til að fá áreiðanlegra mat á heildarlosun eldstöðvarinnar. Í framhaldinu þarf að meta hvað tölurnar segja okkur um kvikuna undir Kötlu og hvaða lærdóma má draga af þeim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Íbúð til leigu.
4ra herb með bílskúr og sér bílastæði til leigu að Arahólum., 111 Rvík. Laus 1...