Almenningur hvattur til að taka þátt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.

Markmið þess er að fá fram fjölbreytt sjónarmið og ábendingar sem geta orðið til að efla forgangsröðun fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun hér á landi. Á grundvelli gagna úr samráðinu verða skilgreind þrjú til fimm áherslusvið og þverfaglegt samstarf innan þeirra eflt með þátttöku háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja, að því er segir í tilkynningu.

Vísinda- og tækniráð hvetur alla áhugasama til að taka þátt með því að svara stuttri netkönnun á síðunni www.samfelagslegaraskoranir.is fyrir 7. október og setja þannig mark sitt á framtíðina.

Háskóli Íslands. Þverfaglegt samstarf verður eflt með þátttöku háskóla, rannsóknarstofnana ...
Háskóli Íslands. Þverfaglegt samstarf verður eflt með þátttöku háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja. mbl.is/Ómar Óskarsson

 „Við stöndum frammi fyrir ýmsum hnattrænum áskorunum þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum og heilsu-, orku- og öryggismálum svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis hlýt ég að nefna þá tæknibyltingu sem við stöndum frammi fyrir. Þátttaka alls almennings er lykilatriði til að samfélaginu farnist sem best í að mæta þessum áskorunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í tilkynningunni.

Forsætisráðherra er formaður ráðsins en þar sitja einnig mennta- og menningarmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Fjöldi fólks á Ingólfstorgi í sumar. Almenningur er hvattur til ...
Fjöldi fólks á Ingólfstorgi í sumar. Almenningur er hvattur til að taka þátt með því að svara stuttri netkönnun. mbl.is/Hari

Vísinda- og tækniráð mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi og hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í því skyni að treysta stoðir íslensks samfélags. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017-2019 er kveðið á um mikilvægi þess að niðurstöður vísindastarfs, nýsköpun og tækni nýtist öllu samfélaginu og að stuðla þurfi að skilningi og áhuga almennings á rannsóknum og nýsköpun.

mbl.is
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
Tjarnarmyri íbúð
Íbúð með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergi. Húsgögnum, fullbúið eldhús, svalir,...