Rannsaka dularfullan dauðdaga ljóna

Asísk ljón eru í kringum 500 og eru heimkynni þeirra ...
Asísk ljón eru í kringum 500 og eru heimkynni þeirra á átta mismundi svæðum á Indlandi. AFP

Dularfullur dauðdagi asískra ljóna (panthera leo persica) á verndarsvæði í Girskóginum í Gujarat-fylki á vesturhluta Indlands hefur vakið mikla furðu yfirvalda. Á síðustu tveimur vikum hafa ellefu ljón drepist í skóginum og hafa skógræktaryfirvöld á Indlandi hafið rannsókn á málinu.

Dánarorsök er ókunn en yfirvöld telja að ljónin hafi verið drepin af hópi ljóna í baráttu um yfirráðasvæði. Þrjú ljónanna sem voru drepin voru ljónsungar. BBC hefur eftir skógarverði í Girskógi að um náttúrulega hegðun ljónanna sé að ræða.

Heimkynni ljóna eru aðallega í Afríku, sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, en síðustu asísku ljónin lifa í Girskógi og samkvæmt upplýsingum á Vísindavefnum er það eina svæðið þar sem ljón og tígrisdýr deila heimkynnum.

Asísk ljón voru í bráðri útrýmingarhættu frá 2000 en árið 2008 tók stofninn við sér en er enn á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Asísk ljón eru í kringum 500 og eru heimkynni þeirra á átta mismundi svæðum á Indlandi. Um 300 lifa á verndarsvæðum en 200 í villtri náttúrunni. 

Yfirvöld skoða einnig hvort vírussýking, svokallaður CDV-vírus, sem berst með hundum hafi mögulega orðið ljónunum að bana.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR ÚTSALA er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. ÚTSALA Handskornar kristal...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140,.
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140. Verð 4000. Upplýsingar í síma 6942326 eða...