Skjótfenginn gróði er grunsamlegur

Fréttirnar koma af síðunni Heralded News, sem líkist mjög útlitli …
Fréttirnar koma af síðunni Heralded News, sem líkist mjög útlitli Viðskiptablaðsins en falska síðan kallast Viðskiðtabaðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Falsfrétt um þekkta Íslendinga sem sagt er að hafi grætt ótrúlegar upphæðir á viðskiptum með rafmyntina bitcoin er í umferð á Facebook. 

Fréttirnar koma af síðunni Heralded News, sem líkist mjög útlitli Viðskiptablaðsins en falska síðan kallast Viðskiðtabaðið. Þar er meðal annars falsfrétt um að Björgólfur Guðmundsson hafi komið í Kastljós þar sem hann hafi greint frá því hvernig hann græddi 250 milljarða króna eftir gjaldþrot.

Ein af fölsku fréttunum um skjótfenginn gróða.
Ein af fölsku fréttunum um skjótfenginn gróða. Skjáskot

Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, segist hafa fengið ábendingar um þetta tiltekna mál. Vefurinn sé hins vegar vistaður erlendis og því sé ekki hægt að loka á hann.

„Við höfum ítrekað sagt að fólk eigi að gæta sín í viðskiptum og öllu slíku, sérstaklega þegar boðið er upp á fjárfestingarleiðir í gegnum svona auglýsingar. Við höfum í gegnum tíðina bent fólki á að kanna svona vel áður en það lætur peninga af hendi,“ segir Þórir og bætir við að fréttir af svona skjótfengnum gróða eigi alltaf að vekja upp grunsemdir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert