Sprengikrafturinn fannst úti í geimnum

Avro Lancaster-sprengjuflugvélar á flugi í miðri síðari heimsstyrjöldinni árið 1942. …
Avro Lancaster-sprengjuflugvélar á flugi í miðri síðari heimsstyrjöldinni árið 1942. Mynd úr safni. Wikipedia

Sprengjurnar sem hersveitir bandamanna notuðu í síðari heimsstyrjöldinni voru svo stórar og kraftmiklar að þær veiktu efri lofthjúp jarðar. 

Þetta kemur fram á vef BBC.

Loftárásirnar jöfnuðu margar borgir og bæi við jörðu, en rannsóknir sýna að höggbylgjunarnar hafi einnig fundist upp undir þúsund kílómetra fyrir ofan jörðina, eða í geimnum.

„Ég var furðulostinn þegar ég komst að þessu,“ sagði Chris Scott, hjá Reading-háskóla, í samtali við BBC þegar hann komst að þessu. „Hver árás sleppti orku sem jafnast á við að minnsta kosti 300 eldingar,“ segir hann.

Vonast er til þess að rannsóknirnar veiti betri innsýn í hvernig náttúrulegir kraftar líkt og eldingar, eldgos og jarðskjálftar verka á háloftin. Vísindamennirnir skoðuðu breytingar á þéttni rafeinda í háloftunum þann tíma sem gerðar voru 152 loftárásir í Evrópu, þar á meðal í Berlín í Þýskalandi og í Normandí í Frakklandi.

Gögnin sýna að mjög hafi dregið úr þéttni rafeindanna eftir að sprengjur sprungu á jörðu niðri þannig að hitastig jókst í háloftunum. Það olli marktækri tæmingu í jónahvolfinu fyrir ofan Slough, þar sem daglegar mælingar fóru fram í Bretlandi, þrátt fyrir að sprengjurnar hafi sprungið í mörg hundruð kílómetra fjarlægð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert