Nýr „lófasnjallsími“ vekur furðu

Snjallsíminn kostar tæpa 350 Bandaríkjadali, sem samsvarar um 40 þúsund …
Snjallsíminn kostar tæpa 350 Bandaríkjadali, sem samsvarar um 40 þúsund íslenskum krónum. Ljósmynd/Palm

Smágerður Android-snjallsími, sem ætlað er að vera eins konar minni útgáfa og aukahlutur snjallsíma fólks, er kominn á markað í Bandaríkjunum og ber nafnið Palm, eða „Lófi“. Hann er á stærð við kreditkort, er með tvær myndavélar en ekkert tengi fyrir heyrnartól eða þráðlausa hleðslu.

Hugmyndin að baki smásímanum er að hann gefi fólki pásu frá snjallsímanum, að því er segir á vef BBC. Samt sem áður hefur Lófi nánast alla eiginleika snjallsíma og vekur tilvist hans því furðu, bæði á meðal almennings og tæknispekúlanta.

Snjallsíminn kostar tæpa 350 Bandaríkjadali, sem samsvarar um 40 þúsund íslenskum krónum. Síminn mun vera fullkomlega samstilltur snjallsímum notenda til þess að þeir geti ávallt verið tengdir þó þeir geti ekki tekið snjallsímann með sér.

Kate Spade er spennt fyrir fyrirferðarlitlum síma.
Kate Spade er spennt fyrir fyrirferðarlitlum síma. Ljósmynd/Palm

Þrátt fyrir háð á samfélagsmiðlum hafa bæði körfuboltakappinn Stephen Curry og tískuframleiðandinn Kate Spade lýst yfir spenningi vegna smásímans.

Sprotafyrirtækið keypti vörumerkið Palm af HTC sem framleiddi „lófasíma“ á tíunda áratug síðustu aldar, en sérfræðingar efast um að Lófi muni ná slíkum vinsældum nú þegar snjallsímar eru þegar fáanlegir í mörgum stærðum og flestir taka með sér hvert sem þeir fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert