Saka Facebook um blekkingar

Facebook er sakað um óheiðarleika í málshöfðuninni.
Facebook er sakað um óheiðarleika í málshöfðuninni. AFP

Hópur auglýsenda hefur höfðað mál gegn Facebook fyrir að hafa blekkt þá. Auglýsendurnir halda því fram að þeir hafi keypt myndbandsauglýsingar á Facebook vegna þess að þeir héldu að notendur samfélagsmiðilsins væru að horfa á slíkar auglýsingar lengur en þeir voru að gera í raun og veru.

Fram kemur að Facebook hafi sagt áhorfstímann vera 150 til 900 prósentum lengri en hann var í raun og veru, að sögn mercurynews.com.

Einnig segir í málshöfðuninni að Facebook hafi vitað af því í rúmt ár að upplýsingar þeirra um áætlað meðaláhorf á myndböndin hafi verið rangar en að fyrirtækið hafi ekkert gert í því. Hegðun samfélagsmiðilsins er sögð ósiðleg.

Kæran var lögð fram í kjölfar annarrar málshöfðunar sömu auglýsenda gegn Facebook sem var tekin fyrir árið 2016 þar sem fyrirtækið var sakað um að hafa beitt sömu aðferðum. Lögmenn segja málið núna vera höfðað vegna nýrra skjala sem þeir fengu um innri starfsemi Facebook meðan á hinni málshöfðuninni stóð.

„Þrátt fyrir að hafa ákveðið að bregðast við þá lagfærði Facebook ekki tölfræði sína strax eða greindi frá því að útreikningarnir hafi verið rangir,“ segir í kærunni.

mbl.is
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...