YouTube lá niðri

AFP

Myndbandaveitan YouTube lá niðri í um tvo tíma í nótt en er nú komin aftur í gagnið. Notendur kvörtuðu yfir því að komast ekki inn á YouTube eins og vanalega en þangað er hlaðið um 400 klukkustundum af efni á hverri mínútu.

Forsvarsmenn YouTube segja að nú eigi allt að vera komið í lag en hafa ekki gefið ástæðu þess að þjónustan lá niðri. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert