Vísindamenn vara við afleiðingum Brexit

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May.
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May. AFP

Á fjórða tug vísindamanna hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, við afleiðingum þess ef ekki næst góður samningur um útgöngu Bretlands úr ESB.

Alls skrifa 35 Nóbels- og stærðfræðiverðlaunahafar undir yfirlýsinguna en þeir segja að Brexit geti þýtt alvarlegt bakslag í vísindastarf bæði í Bretlandi og ESB.

Vísindamennirnir, 29 handhafar Nóbelsverðlauna í vísindum og sex handhafar Fields Medal, sem eru ein helstu verðlaun í stærðfræði í heiminum, segja að opin landamæri Evrópu hafi stutt við vísindastarf í álfunni eftir seinni heimsstyrjöldina.

Með því að búa til nýjar hindranir komi það til með að hafa skaðleg áhrif á vísindastarf í álfunni.

Hér er hægt að lesa nánar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert