10 þúsund Twitter-aðgöngum eytt

Demókratar létu Twitter vita af dreifingu skilaboðanna og lokaði samfélagsmiðillinn ...
Demókratar létu Twitter vita af dreifingu skilaboðanna og lokaði samfélagsmiðillinn fyrir aðgangana. AFP

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt 10.000 sjálfvirkum aðgöngum sem deildu þar skilaboðum sem voru til þess ætluð að draga úr áætlunum fólks til þess að kjósa í bandarísku þingkosningunum sem fram fara á þriðjudag. Skilaboðunum var beint að stuðningsfólki Demókrata, en fréttastofa Reuters greinir frá þessu.

Demókratar voru duglegir að láta Twitter vita af aðgöngum sem stuðluðu að dreifingu skilaboðanna og lokaði samfélagsmiðillinn fyrir aðgangana í september og október.

Fjöldi aðganganna sem Twitter hefur lokað fyrir í aðdraganda þingkosninganna er lítill í samanburði við þá sem lokað var fyrir í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, en þá eyddi samfélagsmiðillinn milljónum aðganga sem höfðu dreift misvísandi skilaboðum um frambjóðendur, og þá helst frambjóðanda Demókrata, Hillary Clinton.

Vegna umfangs netþrjóta sem herjað hafa á Demókrata skipaði kjörnefnd flokksins sérstakan hóp til þess að fylgjast með fölskum notendum samfélagsmiðla í aðdraganda þingkosninganna og þykja aðgerðir Twitter í málinu áfangasigur.

mbl.is
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
Sólbaðsstofa Súper sól
Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í Hólmaseli 2, 109 Reykjavík. Nýir sól- og ko...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...