Gígur stærri en París fannst á Grænlandi

Frá svæðinu sem um ræðir á Hiawatha-jökli á Grænlandi.
Frá svæðinu sem um ræðir á Hiawatha-jökli á Grænlandi. AFP

Risastór loftsteinn sem lenti á Grænlandi fyrir um 12 þúsund árum síðan skildi eftir sig gíg sem er stærri en París, höfuðborg Frakklands. Gígurinn fannst nýverið undir ís með aðstoð nýjustu ratsjártækni.

Gígurinn er sá fyrsti þessarar tegundar sem finnst á Grænlandi eða undir ís hvar sem er á jörðinni. Hann er á meðal 25 stærstu gíga sem vitað er til að hafi fundist á jörðinni, að því er kemur fram í niðurstöðum skýrslu í tímaritinu Science Advances.

Talið er að áhrifin af völdum gígsins sem fannst undir Hiawatha-jöklinum hafi verið gríðarleg á nærliggjandi svæði og jafnvel um heim allan en þvermál hans er 31 kílómetri.

„Efni hafa farið út í andrúmsloftið sem hafa haft áhrif á loftslagið og hugsanlega valdið bráðnun á miklum ís,“ sagði annar af höfundum skýrslunnar, John Paden.

Uppgötvunin var fyrst gerð árið 2015 en alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur unnið að því að sannreyna hana allar götur síðan.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...