Metan streymir undan Sólheimajökli

Metangas, sem er öflug gróðurhúsalofttegund, kemur undan jöklinum með leysingavatni ...
Metangas, sem er öflug gróðurhúsalofttegund, kemur undan jöklinum með leysingavatni og losnar úr Jökulsá á Sólheimasandi. mbl.is/RAX

Lífrænt metangas, sem er öflug gróðurhúsalofttegund, streymir frá Sólheimajökli í miklum mæli. Frá þessu var greint nýverið í Scientific Reports. Talið er að um 48 tonn af metani verði til daglega undir jöklinum þar sem jarðhiti skapar góðar aðstæður fyrir metanframleiðslu.

Frá Jökulsá á Sólheimasandi losnar um 41 tonn af metani á dag að sumri, samkvæmt mælingum vísindamanna frá breskum og bandarískum háskólum. Losunin og framleiðslan er mest yfir sumarið.

Undir jöklum og ísbreiðum geta verið góðar aðstæður fyrir metanmyndun. Þungi jökulsins og þéttur ísinn valda því að metanið getur safnast upp og sleppur svo út í andrúmsloftið þegar ísinn bráðnar eða með leysingavatni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, að metan og koltvísýringur séu í öllu jarðhitavatni. Menn hafi greint á um hver uppruni metansins sé. Sumir telji að það sé ólífræn afurð af koltvísýringnum. Aðrir telji að metanið verði til við niðurbrot á lífrænu efni.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Einstakt vortilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
- íbúð til leigu.
Lítil íbúð til leigu í Biskupstungum, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...