Lendir InSight heilt á Mars?

InSight verður fyrsta geimfarið til þes að lenda á Mars …
InSight verður fyrsta geimfarið til þes að lenda á Mars frá árin 2012. AFP

Bandaríska geimfarið InSight, sem er ætlað að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar á Mars og veita vísindamönnum innsýn í þróun bergreikistjarna sólkerfisins, á að lenda á Mars um klukkan 19 að íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með umfjöllun Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan, þangað til.

InSight verður fyrsta geimfarið til þes að lenda á Mars frá árin 2012, en alls hefur 43 Mars-förum verið skotið á loft. Aðeins átján þeirra hafa komist heilu og höldnu til reikistjörnunnar, að því er AFP greinir frá, eða 40% og þykir mjög erfitt að koma þangað geimförum.

Leiðangur InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan, en undirbúningurinn fyrir sjö árum. Innan skamms kemur í ljós hvort NASA hafi erindi sem erfiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert