CeBIT-sýningin lögð af

Frá CeBIT-sýningunni árið 2015.
Frá CeBIT-sýningunni árið 2015. AFP

Ákveðið hefur verið að hætta við áður stærstu tæknisýningu í heimi, CeBIT-tæknisýninguna í Hannover. Ákvörðunin er tekin í kjölfarið á því að gestum sýningarinnar hefur fækkað hratt undanfarin ár.

Skipuleggjendur sýningarinnar tilkynntu þetta í gær. Í tilkynningu þaðan kemur fram að fækkun gesta og fyrirtækja sem sækjast eftir plássi til að kynna vörur sínar á hátíðinni hafi fækkað það mikið að ekki borgi sig að halda hátíðina.

„CeBIT-sýningin verður ekki haldin í Þýskalandi í framtíðinni,“ sagði Onuora Ogbukagu, talsmaður Deutsche Messe AG sem séð hefur um hátíðina.

Sýningin var fyrir nokkrum árum talin mikilvægasta og stærsta tæknisýning í heiminum ár hvert en í upphafi 21. aldarinnar komu að jafnaði um 850.000 gestir til Hannover vegna hennar.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...