Far Nasa komið að Bennu

Bennu er demantslaga eins og sjá má á þessari mynd ...
Bennu er demantslaga eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var úr rannsóknarfarinu Osiris-Rex nýverið. AFP

Eftir tveggja ára eftirför er mannlaust rannsóknarfar Nasa, Osiris-Rex, loks komið að smástirninu Bennu. Farið mun fara á braut um smástirnið á síðasta degi ársins. 

Í frétt Guardian segir að Bennu sé mögulega hættulegt smástirni því að eftir um 150 ár mun það koma nálægt jörðu. Ef það lendir í árekstri við plánetuna okkar mun Bennu að öllum líkindum skilja eftir sig stóran gíg.

Osiris-Rex er ætlað að safna að minnsta kosti 60 grömmum af ryki og möl af Bennu. Farið mun ekki lenda á smástirninu heldur nota þriggja metra langan arm til verksins. Það verður gert árið 2020. Ílát með sýnishornunum í mun svo halda af stað til jarðar árið 2021 og lenda þar árið 2023, gangi allt að óskum.

Vísindamenn vonast til þess að komast að ýmsu um sólkerfið með rannsóknum á Bennu. 

Bennu er í 122 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu og því tók það upplýsingar um að rannsóknarfarið væri komið að smástirninu sjö mínútur að berast til stjórnstöðvar þess í Colorado. Bennu er sannarlegt smástirni eða um 500 metrar í þvermál. Frekari upplýsinga um Bennu verður nú aflað og þeim deilt á næstu vikum og mánuðum.

Bennu er ekki eina smástirnið sem vísindamenn eru áhugasamir um. Japanskt rannsóknarfar hefur frá því í júní haldið til við annað smástirni frá því í júní. Það smástirni er kallað Ryugu og er tvöfalt stærra en Bennu.

mbl.is
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...