Netleikur líkir eftir þrautum hælisleitenda

Takmarkið með leiknum, sem er verk slóvenskra mannréttindasamtaka, er líka ...
Takmarkið með leiknum, sem er verk slóvenskra mannréttindasamtaka, er líka að vekja athygli á erfiðleikum og örvæntingu hælisleitenda. Ljósmynd/Twitter

Þrepin í nýja netleiknum „Razor Wire“ eða Gaddavír eru verulega þung. Fyrst þarf leikmaðurinn að flýja stríð í heimalandi sínu. Síðan þarf að hann að komast undan lögreglu þegar hún gerir húsleit í flóttamannabúðunum. Að lokum þarf leikmaðurinn að komast yfir á og forðast á sama tíma lík þeirra sem ekki komust yfir. Þá fær hver leikmaður líka bara eitt líf.

Sigur er þó ekki takmarkið með Razor Wire, né heldur er hönnunin háþróuð. Þess í stað minna grófar myndeiningarnar meira á gamla tölvuleiki. Takmarkið með leiknum, sem er verk slóvenskra mannréttindasamtaka, er líka að vekja athygli á erfiðleikum og örvæntingu hælisleitenda. Er leikurinn raunar hluti af herferð sem beinist að því að fá slóvensk stjórnvöld til að fjarlægja gaddavírsgirðinguna sem skilur að landamæri Slóveníu og Króatíu.

Eins og okkur sé orðið sama

„Gaddavírsgirðingin hefur verið í þrjú ár á slóvensku landamærunum og það er eins og okkur sé orðið alveg sama. Það er eins og við höfum fallist á þennan nýja veruleika,“ hefur Reuters-fréttaveitan eftir Maju Cimerman, verkefnastjóra hjá samtökunum „Today is a New Day”.

Hún segir girðinguna ekki hafa gert hælisleitendum ómögulegt að komast yfir, en það sé vissulega hættulegra.

Cimerman bendir á að níu hælisleitendur hafi drukknað í fyrra þegar þeir reyndu að komast yfir ána Kolpa. Að sögn talsmanns lögreglu er ekki öruggt að þeir hafi allir verið syndir, eins kunni að vera að þungur straumur árinnar hafi verið meiri en þeir gerðu ráð fyrir.

Fyrstu hlutar girðingarinnar voru settir upp árið 2015 þegar hundruð þúsunda sem flúðu stríð og fátækt í Mið-Austurlöndum, Afríku og öðrum ríkjum fóru yfir Balkanskaga og Slóveníu á leið sinni til efnameiri ríkja Vestur-Evrópu.

Andúð í garð hælisleitenda fer vaxandi

Leiðinni um Balkanskaga var lokað 2016 og fjöldi þeirra sem komu ólöglega til Slóveníu féll hratt í kjölfarið. Ekki komu nema 8.0000 hælisleitendur til Slóveníu á fyrstu 10 mánuðum þessa árs á móti tæplega 500.000 á tímabilinu frá október 2015 til mars 2016.

Gaddavírsgirðingin stendur þó enn uppi og nær nú yfir um 179 km af þeim 670 km löngu landamærum sem Slóvenía deilir með Króatíu.

Þótt andúð í garð hælisleitenda og innflytjenda sé ekki jafn sterk í Slóveníu og hún er í Ungverjalandi, hefur hún engu að síður færst í vöxt frá því flóttamannastraumurinn hélt þar yfir. 

Kalla upplifun sína „leikinn“

Cimerman segir innblásturinn að netleiknum koma frá hælisleitendunum sjálfum. „Margir hælisleitendur kalla upplifun sína „leikinn“ af því að henni fylgja margar gildrur og hindranir. Þeir verða að ferðast að nóttu til. Þeir verða að forðast lögreglu og eru oft rændir eða skilríki þeirra tekin af lögreglu. Eins eru þeir oft sendir til baka í flóttamannabúðirnar,“ segir hún.

Razor Wire-leikurinn býður líka ekki upp á neinn hamingjusaman endi. Takist leikmanninum að komast yfir Kolpa-ána og að landamærum Slóveníu mætir honum skilti með gaddavír og hann fær ekki að fara lengra.

 „Margir þeirra [hælisleitendanna] hafa reynt sig tíu sinnum eða oftar við „leikinn“ og þeir halda áfram þar til þeir komast til Evrópu,“ útskýrir Cimerman.

mbl.is
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...