Fundu uppblásna plánetu

Hvað býr í næstu sólkerfum?
Hvað býr í næstu sólkerfum? Ljósynd/NASA

Nýuppgötvuð fjarpláneta, sem er í um 124 ljósára fjarlægð frá jörðu, er full af heitu lofti. Andrúmsloft hennar er útbólgið af helíum, rétt eins og uppblásin blaðra. 

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem CNN-fréttastofan greinir m.a. frá. 

Í frétt CNN segir að HAT-P-11b sé á stærð við Neptúnus og fjórum sinnum stærri en jörðin. Þar er gríðarlega heitt, um 550 stiga hiti enda er plánetan nokkuð nálægt sinni sólu. 

Þó að frumefnið helíum sé af skornum skammti á jörðinni er það næstalgengasta efni alheimsins á eftir vetni. Hvað fjarplánetuna varðar þá er helíum að yfirgefa lofthjúp hennar á milli þess sem það ferðast á ógnarhraða um yfirborð hennar, allt að 10 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn geta staðfest losun helíums úr lofthjúp en rannsókn þeirra er birt í nýjasta hefti Science. Því myndar helíum nokkurs konar ský um plánetuna. 

Skýringin á því að HAT-P-11b er eins og útblásin blaðra er líklega sú að hún er mjög nærri sól síns sólkerfis.

Vísindamenn segjast nú fá skýrari mynd af hinu öfgafulla veðurfari sem ríkir á plánetum í öðrum sólkerfum, hafi þar með fengið enn eitt púslið til að skilja alheiminn.

mbl.is
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...