Lýsti ónæmismeðferð í útsendingu frá Nóbelsathöfninni

Hildur segir lífshorfur krabbameinssjúklinga hafa batnað mikið.
Hildur segir lífshorfur krabbameinssjúklinga hafa batnað mikið. Skjáskot/SVT

Íslenskur læknir í Svíþjóð, Hildur Helgadóttir, yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu, var fengin til að vera í beinni útsendingu Sænska sjónvarpsins SVT frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í fyrrakvöld.

Útsendinguna má sjá með því að smella hér. Viðtalið við Hildi hefst þegar um það bil ein klukkustund og fjórtán mínútur eru liðnar af upptökunni.

Í útsendingunni lýsti Hildur ónæmishvetjandi meðferðum sem veittar eru krabbameinssjúklingum á Karolinska og rannsóknum hennar á því sviði en þær byggjast á uppgötvunum vísindamannanna tveggja, sem deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár.

Hildur Helgadóttir (t.h.) yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu í ...
Hildur Helgadóttir (t.h.) yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu í útsendingu sænska ríkissjónvarpsins frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í fyrrakvöld. Hildur hefur um árabil starfað við lækningar og rannsóknir á meðferðum sem veittar eru krabbameinssjúklingum. Skjáskot/SVT

Byltingarkenndar uppgötvanir

James P. Allison frá Bandaríkjunum og Tasuku Honju frá Japan fengu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2018 fyrir byltingarkenndar uppgötvanir við meðferð krabbameina, þar sem ónæmiskerfið er virkjað á þann hátt að það ræðst gegn krabbameinsfrumum. Ótrúlega góður árangur hefur náðst með þessum ónæmismeðferðum. Lífshorfur eða lifun margra krabbameinssjúklinga sem svara þessari meðferð, hefur lengst, jafnvel um fjölda mörg ár, og gætu þeir mögulega náð fullum bata.

Uppgötvanir Allison og Honjo eru á sérsviði Hildar, sem hefur þegar notað þessar meðferðir sem krabbameinslæknir sjúklinga á Karolinska í nokkur ár og stundar hún auk þess rannsóknir sem tengjast þeim.

Hún segir í samtali við Morgunblaðið að þessar nýju meðferðir sem byggjast á uppgötvunum Honju og Allison feli vissulega í sér byltingu í meðferð krabbameinssjúklinga. Ekki síst eru framfarirnar miklar fyrir sjúklinga sem eru með sortuæxli en Hildur hefur unnið mikið með þeim á Karolinska.

Sortuæxli ná að dreifa sér um líkamann og eru krabbamein sem hefur svarað illa lyfjameðferð. Hún segir að þar til þessar nýju meðferðir komu til sögunnar hafi læknar haft fátt til ráða fyrir sjúklinga með dreifð sortuæxli og líkur á að þeir lifðu stuttan tíma. Nýja meðferðin hefur hins vegar skilað mjög góðum árangri. ,,Það er um helmingur sjúklinga sem svarar þessari meðferð og það finnst okkur vera rosalega stórt skref miðað við ástandið eins og það var áður,“ segir Hildur.

Greinin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...