Lent á fjarhlið tunglsins í fyrsta sinn

Kínverska geimfarið Chang'e-4 er það fyrsta sem lendir á fjarhlið ...
Kínverska geimfarið Chang'e-4 er það fyrsta sem lendir á fjarhlið tunglsins, sem snýr frá jörðu. Ljósmynd/Twitter

Þau merku tímamót urðu í nótt að kínverska geimfarið Chang'e-4 lenti á fjarhlið tunglsins, það er þeim hluta tunglsins sem snýr frá jörðu, og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Þá er Chang'e-4 annað kínverska geimfarið sem lendir á tunglinu.

Geimfarið lenti klukkan 2:26 að íslenskum tíma að sögn ríkismiðla í Kína og er lendingin sögð „marka þáttaskil í geimrannsóknum“. Eftir lendinguna sendi geimfarið mynd frá fjarhlið tunglsins til Queqiao-gervihnattarins.

Tíu tilraunarverkefni voru send með geimfarinu til tunglsins, sex frá Kína og fjögur frá öðrum ríkjum. Til stendur að kanna meðal annars jarðefni og geislavirkni á tunglinu.

Könnunarleiðangrar Kínverja út í geiminn hófust seint, samanborið við önnur ríki sem stunda geimrannsóknir, en kínversk yfirvöld sendu fyrsta geimfarann á braut um tunglið árið 2003. Miklu fé er farið til geimferðaverkefna kínverskra stjórnvalda og vonast þau til þess að hægt verði að senda út mannaða geimstöð eftir þrjú ár og að í kjölfarið verði hægt að senda mannað far til tunglsins.

Frétt BBC

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Piaggo Vespa LX125
Piaggio Vespa LX125 Himinblá, árg 2008 Ekin 12.600 km kr: 190.000 Upplýsinga...
Gistihús / hótel óskast, leiga / kaupleiga
Óska eftir að leigja / kaupleigja gistihús / hótel. Staðsetning skiptir ekki öl...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...