Hlýnun hefur meiri áhrif á plöntur heimskautasvæða

Hlýnun jarðar hefur veruleg áhrif á plöntur heimskautasvæðanna.
Hlýnun jarðar hefur veruleg áhrif á plöntur heimskautasvæðanna. Ljósmynd/Wikipedia.org

Plöntur á heimskautasvæðum bregðast sterkar við hlýnun loftlags og flýta fremur blómgun heldur en tegundir sem blómgast snemma og getur það haft áhrif á afkomu ýmissa dýrategunda á svæðunum. Þetta kemur fram í vísindagrein eftir 38 plöntuvistfræðinga sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature Ecology and Evolution í desember síðastliðnum.

Niðurstöður rannsóknahópsins eru þveröfugar við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á suðlægari slóðum. Þær sýna að tegundir sem blómgast snemma eru almennt viðkvæmari fyrir hlýnun en þær sem blómgast seint.

Í greininni er fjallað um rannsókn vísindahópsins sem byggist á athugunum á blómgunartíma 253 tegunda frá 23 mismunandi stöðum í heimskauta- og fjallatúndru víðs vegar um heim yfir allt að 20 ára tímabil, að því er kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Rannsóknir hópsins hafa leitt í ljós að ein skýrustu viðbrögð plantna við hlýnandi loftslagi á svæðum með sterk árstíðaskipti, eins á heimskautatúndrunni, er að blómgun hefst fyrr að vori og eru þessi viðbrögð sterkari í fjalla- og heimskautatúndru en víðast annars staðar.

Plöntutegundirnar bregðast hins vegar ekki allar eins við hlýnun og sumar þeirra hefja blómgun fyrr en aðrar. Þannig sýna niðurstöðurnar að þær plöntur sem jafnan blómgast seint flýta blómgun sinni meira en þær sem blómgast snemma eftir því sem loftslag hlýnar.

Höfundar greinarinnar benda á að samanlagt hafi þetta í för með sér styttri blómgunartíma og það geti haft veruleg áhrif á samspil plantna og dýra í túndruvistkerfum því margar dýrategundir eru háðar blómgunartímabilinu, þar á  meðal tegundir frjóbera meðal skordýra sem gætu misst af hápunkti blómgunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...