Stærsta og minnsta sjónvarp í heimi

Samsung kemur til með að þróa sjónvarpið áfram næstu ár.
Samsung kemur til með að þróa sjónvarpið áfram næstu ár. AFP

Samsung frumsýndi stærsta sjónvarp í heimi á CES tæknisýningu í Las Vegas um helgina. Sjónvarpið er því hið stærsta í sögunni, að það má í rauninni stækka út í hið óendanlega.

Það er samsett af LED-perum sem má raða saman til þess að stækka skjáinn. Á sýningunni var til sýnis 75” tommu flatskjár (190cm), sem blaðamaður BBC sagði að væri ekki sérstakur vegna þess hversu stór hann var, heldur einmitt vegna þess hve smár hann var. Hann var að vísa til þess að skjárinn er samsettur af mörgum minni skjám.

Svo má taka skjáinn í sundur og þannig skipta myndinni í tvennt. Þetta býður upp á ýmsa tilraunastarfsemi sem óhætt er að fullyrða að hinir ólíkustu miðlarar munu vilja færa sér í nyt.

Það sem var til sýnis vestanhafs um helgina var frumgerð. Talsmaður Samsung sagði í viðtali við BBC að vörunnar sjálfrar væri að vænta á markað ef til vill innan árs eða tveggja. Það færi eftir markaðslögmálum.

Sjón kvað sögu ríkari:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert