Stærsti rafíþróttaviðburður landsins

Ólafur Hrafn, formaður RÍSÍ, lofar góðri skemmtun á RIG.
Ólafur Hrafn, formaður RÍSÍ, lofar góðri skemmtun á RIG. mbl.is/​Hari

Rafíþróttasamtök Íslands í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur ætla að halda stærsta rafíþróttaviðburð Íslands á Reykjavíkurleikunum í ár. Þetta er í fyrsta skipti sem rafíþróttir verða hluti af Reykjavíkurleikunum (RIG). Keppt verður í tölvuleikjunum Fortnite, Counter-Strike og League of Legends.

„Þetta er fyrsta skrefið og er gert í tilraunaskyni. Við eigum eftir að sjá að þetta á heima innan um þessar íþróttargreinar,“ segir Ólafur Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ). Rafíþróttum hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum og er Ísland þar engin undantekning.

Ísland á sem dæmi Fortnite spilara á heimsvísu, að sögn Ólafs, en það er einn stærsti tölvuleikur í heimi um þessar mundir. „Þar má nefna strák sem heitir Tómas Bernhöft. Hann tók nýlega þátt í inntökumóti fyrir Fortnite keppni sem 20 milljón manns tóku þátt í og lenti í 206. sæti. Þannig að það má með fullri vissu segja að hann sé með betri spilurum heims í dag,“ segir Ólafur. Ekki er enn búið að staðfesta erlenda keppendur á rafíþróttamótið en unnið er að því, enda er þetta fyrsti viðburðurinn af þessari stærðargráðu hérlendis. Þessi viðburður gæti þá auðveldað Íslandi að halda stærri erlend mót í framtíðinni. „Við erum líka að sýna erlendum aðilum hvers þeir mega vænta af okkur. Ef þeir koma og fara í samstarf við okkur um að halda viðburð eða mótshluta með erlendum keppendum, þá erum við að sýna hvað við getum gert.“ 

Aksturshermar og stjörnustríð

Nóg verður um að vera á mótsstað yfir keppnishelgina 26.-27. janúar fyrir áhorfendur og aðra gesti. Auk rafíþróttamótanna verður hægt að prófa akstursherma og fræðast um hvernig má nota þá til að þjálfa akstursíþróttamenn framtíðarinnar. Stjórnarmenn Rafíþróttasamtakanna munu einnig sjá um fræðslu í rafíþróttum og þá geta áhorfendur unnið tækifæri til að spila Fortnite á stóra sviðinu. Á sunnudeginum verður svokallað Stjörnustríð í Fortnite þar sem þjóðþekktir einstaklingar keppa samhliða bestu spilurum landsins og komast að því hver er besta stjarna Íslands í Fortnite. „Án þess að segja of mikið þá erum við komin með einn þekktan grínleikara, samfélagsmiðlastjörnu, alþjóðlegan íþróttamann og tónlistarmann sem eru að fara að sýna taktana sína samhliða bestu spilurum landsins í Fortnite. Það verður mikil stemning í kringum þetta og það ætti enginn Fortnite-aðdáandi landsins að láta þetta framhjá sér fara.“

Viðburðinum verður streymt beint og verða fimm myndavélar á svæðinu. Í útsendingarteyminu eru m.a. Kristján Einar Kristjánsson akstursíþróttamaður, Arnmundur Ernst Backman leikari og Arnar Tómas Valgeirsson blaðamaður. Miðasala fer fram á Tix.is.

Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...