Matur sem bjargar mannslífum

AFP

Nýjasta nýtt í mataræðisflórunni er heilsufæði sem kemur jörðinni til bjargar. Ef fólk fylgir almennt þessum leiðbeiningum verður hægt að bjarga mannslífum, fæða 10 milljarða jarðarbúa og allt án þess að valda jörðinni óbætanlegu tjóni.

Mataræðið er svar vísindamanna sem hafa lengi reynt að finna út hvernig verði hægt að fæða milljarða jarðarbúa til viðbótar á komandi áratugum. Svarið er komið og þar er alls ekki lagt blátt bann við kjötáti né heldur mjólkurafurðum. En það krefst töluverðra breytinga á því sem við hrúgum á matardiskana og að við snúum okkur að fæðu sem við borðum yfirleitt lítið af, segir í frétt BBC.

Allt um nýja matarræðið

AFP

Vor daglegi skammtur:

  1. Hnetur - 50 grömm á dag
  2. Baunir, kjúklingabaunir, linsubaunir eða aðrar belgjurtir - 75 grömm á dag
  3. Fiskur - 28 grömm á dag
  4. Egg - 13 grömm á dag þannig að það er rúmlega eitt egg á viku 
  5. Kjöt - 14 grömm á dag af rauðu kjöti og 29 grömm af kjúklingi á dag 
  6. Kolvetni - heilkorn, svo sem brauð og grjón 232 grömm á dag og 50 grömm af mjölríku grænmeti
  7. Mjólkurafurðir - 250 grömm á dag sem jafngildir einu mjólkurglasi
  8. grænmeti (300 g) og ávextir (200 g)

Samkvæmt mataræðinu má innbyrða um 31 gramm af sykri og um 50 grömm af olíu svo sem ólífuolíu. 

Hér er hægt að lesa nánar um mataræðið

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert