CRI vann alþjóðlega nýsköpunarsamkeppni

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International fagnaði sigri í Finnlandi í …
Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International fagnaði sigri í Finnlandi í gær. Ljósmynd/CRI

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) stóð uppi sem sigurvegari í alþjóðlegri nýsköpunarsamkeppni, Sparkup challenge, sem finnski tæknirisinn Wärtsilä stóð fyrir í Finnlandi.

Keppnin, sem fram fór í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Helsinki í gær, miðaði að því að finna þá tæknilausn sem svarar best áskorunum sveiflukenndrar framleiðslu endurnýjanlegrar orku. CRI keppti til úrslita ásamt þremur öðrum fyrirtækjum sem voru valin úr hópi 70 fyrirtækja víða að úr heiminum sem skráðu sig til þátttöku.

Sigur í keppninni færir CRI 50.000 evru peningaverðlaun, jafnvirði 6,9 milljóna íslenskra króna, og tækifæri til frekara samstarfs við Wärtsilä við þróun sameiginlegra verkefna þar sem tæknilausn fyrirtækisins verður hagnýtt.  

Í fréttatilkynningu kemur fram að framlag CRI til keppninnar hafi lýst notkun tæknilausnar til að geyma umframorku á álgstímum í formi metanóls. „Við erum sannfærð að vegir okkar og Wärtsilä liggi saman og að farsælt samstarf sé nú í startholunum.“ Segir Margrét Ormslev Ásgeirdóttir, fjármálastjóri CRI.

mbl.is