WhatsApp takmarkar heimildir notenda

WhatsApp er í eigu Facebook.
WhatsApp er í eigu Facebook. AFP

Samskiptamiðillinn WhatsApp hefur takmarkað það hversu oft má senda einstök skilaboð áfram úr 20 í fimm skipti. Aðgerðirnar eru liður í að taka á dreifingu falskra upplýsinga í gegnum miðilinn.

WhatsApp, sem er í eigu Facebook, setti þessar takmarkanir á í Indlandi fyrir hálfu ári. Var það gert í kjölfar þess að morð án dóms og laga voru í einhver skipti rakin til lygafrétta sem hafði verið dreift með WhatsApp-forritinu þar í landi. 

Alls geta 256 manns verið í WhatsApp-hóp þannig að tæknilega séð getur hver einstakur notandi sent skilaboð áfram til 1.280 einstaklinga í stað 5.120 áður.

Í síðustu viku tilkynnti Facebook að miðillinn hefði lokað 500 síðum sem tengdust dreifingu lygafrétta í Mið-Evrópu, Úkraínu og fleiri ríkjum í Austur-Evrópu. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert