Tugir hesta drepast í miklum hitum í Ástralíu

Ástralskir villihestar eins og þeir sem drápust í hitunum.
Ástralskir villihestar eins og þeir sem drápust í hitunum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Miklir hitar sem hafa verið í Ástralíu undanfarið hafa leitt til dauða rúmlega 90 villtra hesta í óbyggðum í Mið-Ástralíu.

BBC segir landverði hafa fundið dauða og deyjandi hesta við uppþornað vatnsból í nágrenni Alice Springs í Northern Territories-fylkinu í norðanverðri Mið-Ástralíu. Voru það íbúar á svæðinu sem létu yfirvöld vita að ekkert hefði sést til hestanna undanfarið.

40 hestar voru þegar dauðir af völdum ofþornunar og hungurs þegar landverðirnir komu á staðinn og var ástand hinna metið það slæmt að ákveðið var að fella þá.

Verulegir hitar hafa verið í Ástralíu undanfarinn hálfa mánuðinn og hafa hitamet fallið víða. Í Adelaide mældist hitinn í dag 46,2° og er það mesti hiti sem nokkurn tímann hefur mælst þar, en fyrra met var frá árinu 1939.Ralph Turner, íbúi í nágrenni vatnsbólsins, fór á staðinn eftir að hann fékk fréttirnar og tók myndir af því sem við blasti og birti á netinu. Hann lýsir ástandinu sem algjörum fjöldadauða. „Ég var eyðilagður. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt — allir þessir skrokkar.“

Annar heimamaður, Rohan Smyth, sagði í samtali við áströlsku ABC-sjónvarpsstöðina að venjulega væri vatn í vatnsbólinu og að hestarnir hefðu ekki haft annan stað að fara á.

Yfirvöld í fylkinu hafa þá greint frá því að til standi að aflífa 120 hesta, asna og kameldýr til viðbótar í nágrannasveitarfélögum sem séu illa haldin af ofþornun vegna hitanna.

Hitastigið í Alice Springs hefur verið yfir 42° í tæpar tvær vikur nú og er það 6 gráðum meira en venjulega mælist í janúar, að sögn áströlsku veðurstofunnar.

Fleiri dýrategundir hafa farið illa út úr hitunum og hafa fréttir m.a. borist af miklum leðurblökudauða í New South Wales. Þá hafa tæplega milljón fiskar fundist dauðir meðfram árbökkum í þeim fylkjum þar sem þurrkar hafa verið mestir.

„Loftslagsbreytingarnar eru virkilega farnar að gera vart við sig og við eigum von á að hættuástand eins og þetta muni skapast með sívaxandi tíðni,“ sagði David Ross hjá yfirvöldum í fylkinu. „Enginn er raunverulega undir þetta búinn og með bjargráðin til að bregðast við.“

Fyrr í þessum mánuði staðfestu áströlsk yfirvöld að meðalhiti árin 2017 og 2018 væri í þriðja og fjórða sæti yfir heitustu árin frá því skráningar hófust.

mbl.is
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Verð 40 þús...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...