Enn hlýnar á jörðinni

AFP

Árið 2018 var það fjórða hlýjasta á jörðinni á tæplega 140 ára tímabili, samkvæmt nýjum upplýsingum frá NASA. Allt bendir til þess að hlýnun jarðar haldi áfram og að á næstu fimm árum muni meðalhitinn hækka um meira en 1,5 gráður líkt og áður var talið. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í nýrri spá breskra veðurfræðinga en þeir benda á að áratugurinn 2014-2023 sé sá hlýjasti frá því um miðja nítjándu öld.

Gögn NASA sýna að fimm undanfarin ár hafa verið þau hlýjustu undanfarin 140 ár og að 18 síðustu ár séu meðal þeirra 19 heitustu. 

„Við tölum ekki lengur um að hlýnun jarðar sé eitthvað sem gerist í framtíðinni. Þetta er að gerast núna,“ segir Gavin A. Schmidt, framkvæmdastjóri Goddard Institute for Space Studies, hóps innan NASA sem vann rannsóknina.

Frétt NYT

Frétt BBC

AFP
mbl.is
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000 km. Góður snattari sem þarf að laga aðei...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...