Kraftur nýsköpunar liggi í menningunni

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Ljósmynd/Arnar Valdimarsson

Ríkið þarf að taka þátt í áhættunni sem fylgir nýsköpun eins og gert hefur verið í tengslum við tónlist og bíómyndir hér á landi, segir framkvæmdastjóri CCP.

„Ef horft er á hversu miklu við verjum af hagstærðinni í tónlistarmenntun þá er ekkert skrítið að við eigum svona mikið af afburðatónlistarfólki. Eins er með kvikmyndirnar. Ef við horfum á hugverk, tölvuleiki og annað slíkt, er alveg hægt að ná sama árangri ef fólk er fylgið sér og sækir fram á við og tekur ákvörðun um að gera það,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, frumkvöðull og framkvæmdastjóri CCP.

Hilmar Veigar hélt erindið Frá hugmynd til sýndarheimsyfirráða í Hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu þar sem hann fjallaði um velgengni tölvuleiksins EVE Online, sem er ekki bara tölvuleikur heldur sjálfstætt hagkerfi, borg eða draumaheimur, eða þetta allt ef marka mátti erindi Hilmars Veigars.

Í erindi sínu sagði Hilmar Veigar að velgengni Íslands á sviði tónlistar, kvikmynda og jafnvel íþrótta væri engin tilviljun heldur hafi verið að þessu unnið sleitulaust árum saman.

Snorra-Edda ákveðinn sýndarveruleiki

Kraftur Íslendinga til nýsköpunar lægi meðal annars í menningunni þar sem frásagnarhefð sé rík og segir Hilmar Veigar að Snorra-Edda sé gott dæmi um sýndarveruleikaheim með þeirri tækni sem til var á þeim tíma sem hún var skrifuð.

Til stendur að starfsemi CCP flytji í Grósku, sem er hluti Vísindagarða Háskóla Íslands, og er það von fyrirtækisins að aukin nálægð við háskólasamfélagið verði til þess að úr verði aukin nýsköpun í samstarfi við ungt og efnilegt fólk.

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
GEYMSLUHÚSNÆÐI - BÍLSKÚR
TIL LEIGU TÆPLEGA 30 FM. BÍLSKÚR / GEYMSLUHÚSNÆÐI VIÐ MÓHELLU Í HF. LOKAÐ VAKTAÐ...