Facebook í lamasessi

AFP

„Við erum að vinna að því að leysa þetta eins fljótt og hægt er,“ segir í yfirlýsingu frá Facebook, en nokkrar af afurðum fyrirtækisins hafa verið að hluta til ónothæfar á heimsvísu frá því síðdegis í dag að íslenskum tíma. Þar á meðal samskiptaforritin Messenger, Instagram og WhatsApp. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

Þar segir að ekki sé vitað hver orsökin sé eða að ekki hafi enn verið greint frá henni opinberlega. Facebook segist vita af vandamálinu og unnið sé að viðgerð. Þrátt fyrir að fólk geti skráð sig inn á samfélagsvefinn Facebook hefur verið erfiðleikum bundið að setja þar inn efni. Hliðstæðir erfiðleikar hafa verið varðandi notkun Instagram.

Fram kemur í fréttinni að ljóst sé að vandamálið sé hnattrænt. Vandamálið sé þegar farið að setja strik í reikninginn hjá fyrirtækjum sem treysta meðal annars á Facebook Workplace þegar kemur að samskiptum starfsmanna þeirra. Þá segir að margir hafi nýtt sér samfélagsvefinn Twitter til þess að gera gera grín að vandræðum Facebook.

mbl.is
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunarhúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...