Milljónir lykilorða sáust fyrir mistök

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. AFP

Facebook hefur viðurkennt að hafa geymt milljónir lykilorða notenda sinna ódulkóðuð á innri vefþjónum sínum.

Starfsmenn samfélagsmiðilsins höfðu fyrir vikið aðgang að þeim og gátu lesið þau.

„Til að það sé á hreinu þá sá enginn lykilorðin sem starfar ekki hjá Facebook og við höfum ekki fundið neinar sannanir fyrir því að neinn innanhúss hafi misnotað aðstöðu sína eða nálgast þau á óæskilegan hátt,“ sagði Pedro Canahuati, yfirmaður hjá Facebook.

Upp komst um mistökin í hefðbundinni öryggisskoðun fyrr á þessu ári, að sögn Canahutati.

Hann býst við því að fyrirtækið muni láta hundruð milljóna notenda Facebook vita af því sem gerðist, auk tuga þúsunda notenda Instagram.

mbl.is