Nýr leikur tekinn við af Fortnite

Spilarar velja úr átta persónum leikins.
Spilarar velja úr átta persónum leikins. Skjáskot úr Apex Legends

Loksins þegar þú taldir þig vita út á hvað tölvuleikurinn Fortnite gengur eru börnin þín farin að spila allt annan leik. Sá heitir Apex Legends, var hleypt af stokkunum í febrúar, og í fyrstu vikunni hófu 25 milljónir manna að spila hann á netinu.

Apex Legends er talinn höfða vel til svipaðs hóps og hafði gaman af Fortnite. Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum kynna hann nú grimmt og því er talið mjög líklegt að hann sópi að sér ungum spilurum.

Í fréttaskýringu CNN um málið er farið yfir grundavallaratriði sem foreldrar spyrja sig að þegar börn þeirra og unglingar hefja að spila nýja leiki: Er Apex Legends of ofbeldisfullur? Er hann jafnvel enn meira ávanabindandi en Fortnite?

Apex Legends svipar að ýmsu leyti til Fortnite. Þetta er fyrstu persónu skotleikur og byggir á heiminum sem skapaður var í Titanfall-leikjunum. Hver spilari getur valið úr átta persónum (sem kallast Legends) en hver þeirra hefur ákveðna hæfileika. Spilarar mynda svo þriggja manna lið og því þurfa lliðin að vera fjölbreytt og samsett af ólíkum persónum.

Spilarar eiga reglum samkvæmt að vera orðnir þrettán ára en samtökin Common Sense Media mæla með því að börn yngri en fjórtán ára láti leikinn vera þar sem í honum er spjallborð og töluvert ofbeldi.

Leikurinn er ókeypis og hægt að spila í PC, Xbox og PlayStation. Líkt og í mörgum öðrum leikjum er þó hægt að kaupa sér forskot, þ.e. greiða fyrir uppfærslur á persónum og vopn.

Liðsmenn í hverju liði leiksins geta bæði spjallað saman og skrifast á. Hverjir veljast saman í lið er hins vegar undir spilurum komið og því geta ókunnugir myndað lið og þar með er fyrir hendi sá möguleiki að ókunnugir geti spjallað við unga spilara. Hægt er að stilla spjallmöguleikann í leiknum og er alltaf mælt með að foreldrar setji sig inn í málin og fylgist með leik barna sinna. Einnig er alltaf mikilvægt, segir í fréttaskýringu CNN, að foreldrar fylgist með líðan barna sinna eftir að þau byrja að spila nýjan leik. 

Apex Legends er ofbeldisfullur þó að ofbeldið nái ekki sömu hæðum og í leikjum á borð við Titanfall og Call of Duty. Þetta er skotleikur, þar sem hernaðarlegum aðferðum er beitt. Hraðir og miklir skotbardagar eru t.d. hluti af leiknum og spilarar leita að öðrum persónum til að berjast við og skjóta. Mælt er með því að foreldrar kynni sér leikinn og hvaða áhrif tölvuleikir geta haft á börn og unglinga.

Apex Legends er þó ólíkur Fortnite að ýmsu leyti. Útlit hans og stíll er annar og á hann að höfða til reyndari spilara en Fortnite. Í Apex Legends er spilað í liðum en í Fortnite geta spilarar leikið sér einir. Þetta gæti haft það í för með sér að meiri pressa sé á spilara að koma að tölvunni þegar liðið kallar.

mbl.is
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...