Barn þriggja foreldra fæðist í Grikklandi

Fullyrða læknarnir að með þessu séu mörkuð ný spor í ...
Fullyrða læknarnir að með þessu séu mörkuð ný spor í læknasöguna og með þessu megi hjálpa pörum víða um heim sem glíma við ófrjósemi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Frjósemislæknar í Grikklandi og á Spáni segjast nú hafa komið barni sem ber erfðaefni þriggja einstaklinga í heiminn. Barnið, sem er drengur og vó tæpar 12 merkur, fæddist á þriðjudag og er móður og barni sagt heilsast vel. BBC greinir frá.

Fullyrða læknarnir að með þessu séu mörkuð ný spor í læknasöguna og að með þessu megi hjálpa pörum víða um heim sem glíma við ófrjósemi.

BBC segir suma sérfræðinga þó þeirrar skoðunar að málið veki siðferðilegar spurningar. Um var að ræða tilraunakennda glasafrjóvgun þar sem notað var egg úr móðurinni, sæði föðurins og svo einnig egg frá annarri konu.

Var aðferðin þróuð til að aðstoða fjölskyldur með alvarlega ættgenga sjúkdóma sem erfast frá móður til barns. Ein slík tilraun hefur áður verið gerð og fór hún fram í Jórdaníu og sætti það mál mikilli gagnrýni.

Sumir frjósemislæknar telja aðferðina hins vegar einnig geta aukið líkur á að glasafrjóvgun heppnist.

Konan sem fæddi barnið á þriðjudag hafði reynt í fjórgang við glasafrjóvgun án árangurs. Með aðferðinni nú tókst henni hins vegar að ganga fulla meðgöngu, en sonur hennar ber einnig í sér hluta erfðaefnis eggjagjafans.

„Óframseljanlegur réttur konu til að verða móðir með sínu eigin erfðaefni varð að veruleika,“ hefur BBC eftir dr. Panagiotis Psathas, yfirmanni Institute of Life-stofnunarinnar í Aþenu.

Sagði hann þau stolt af og að þau væru nú í þeirri stöðu að geta aðstoðað konur sem hefðu lent í því ítrekað að glasafrjóvgun mistækist, sem og konur með sjaldgæfa erfðasjúkdóma, til að eignast heilbrigt barn.

mbl.is
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...