Þátturinn birtur of snemma

Breska leik­kon­an Em­ilia Cl­ar­ke.
Breska leik­kon­an Em­ilia Cl­ar­ke. AFP

Öðrum þætti í lokaseríu Game of Thrones-þáttanna var fyrir mistök hlaðið of snemma inn á streymisveitu Amazon Prime í Þýskalandi í gær. Þátturinn átti að fara í loftið í gærkvöldi en einhverjir gátu horft á hann nokkrum klukkustundum fyrr.

Talsmaður Amazon sagðist harma þau mistök sem hefðu átt sér stað.

Þættirnir njóta gríðarlega vinsælda og hafa aðdáendur beðið með öndina í hálsinum eftir síðustu þáttaröðinni. 

Einhverjir netverjar birtu skjáskot og brot úr þættinum áður en allir gátu séð hann í gærkvöldi.

Fyrsti þáttur lokaseríunnar birtist einnig of snemma á vefnum en þá gátu viðskiptavinir DirecTV Now séð þáttinn fjórum klukkustundum á undan öðrum. Yfirmenn HBO-sjónvarpsstöðvarinnar, sem framleiðir þættina, eru æfir yfir þessum mistökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert