Áskoranir – mikilvægar fyrir nám og flæði

Sundhöllin.
Sundhöllin. Eggert Jóhannesson

„Innri gleðin sem maður upplifði þegar viðkomum að dyrum Sundhallarinnar var ólýsanleg. Við náðum að klára þessa áskorun og það veitti okkur þessa innri vellíðan. Að ná takmarki sínu eftirvinnu sem krafðist hins besta frá okkur,“ skrifar Hermundur Sigmundsson í grein í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Greinin birtist fyrst 21. apríl. Hana má lesa hér í heild.

„Öll þekkjum við hversu gaman það er að sigrast á verðugri áskorun. Ég upplifði það seinast um seinustu jól. Fjölskyldan ætlaði að fara í sund í Sundhöll Reykjavíkur. Yngsta dóttirin spurði mig, hvort við ættum ekki að hlaupa þangað, en við búum í Garðabæ þegar við dveljum á Íslandi. Ég sagði jú og þá varð ekki aftur snúið. Við fundum út að þetta væru u.þ.b. 10 km og konan gæti því hitt okkur eftir u.þ.b. eina klukkustund fyrir utan Sundhöllina með sunddótið og föt til skiptanna. Við dóttirin hlupum af stað og þegar komið var inn á Kópavogshæðina var róðurinn farinn að þyngjast verulega hjá mér. Ég þurfti að bíta á jaxlinn og gera mitt allra besta. Stefnan var tekin að Öskjuhlíðinni og þar sáum við Hallgrímskirkju blasa við í öllu sínu veldi. Við það fékk ég aukaorku og þegar komið var upp að Perlunni sáum við að ekki var langt eftir. Síðasti spölurinn gekk eiginlega ótrúlega vel miðað við að við vorum búin að hlaupa í kringum átta kílómetra (og kannski líka vegna þess að hlaupið var niður í móti). Innri gleðin sem maður upplifði þegar við komum að dyrum Sundhallarinnar var ólýsanleg. Við náðum að klára þessa áskorun og það veitti okkur þessa innri vellíðan. Að ná takmarki sínu eftir vinnu sem krafðist hins besta frá okkur.

Þetta stemmir vel við kenningar fræðimannsins Mihaly Csikszentmihalyi sem kom fram með kenninguna um flæði árið 1975. Kenningin fjallar um að þegar áskoranir eru í samræmi við færni (e. action capacity) kemst einstaklingur í flæði. Þegar maður er í flæði gengur það sem maður tekst á við vel, grundvöllur til þess að læra er til staðar. Þetta er algjört lykilatriði til að fólk öðlist innri áhugahvöt fyrir því sem það er að fást við. Það er hægt að segja að þetta kveiki elda hjá einstaklingum.

Í starfi mínu sem prófessor við Norska tækni- og vísindaháskólann (NTNU) í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík (HR) er kenning Csikszentmihalyi um flæði ein af þeim mikilvægari sem við kennum nemendum okkar til að skapa skilning á því hvernig við kveikjum áhuga hjá einstaklingum. Við vinnum að því að byggja upp færni kennaranema til að nota réttar áskoranir í kennslu í leikskólum og grunnskólum, á fræðilegum grunni. Frumkvöðlaverkefni í Noregi sýnir að með réttum áskorunum er tiltölulega auðvelt að skapa innri áhugahvöt hjá börnum, unglingum og fullorðnum. Verkefnið hefur komið inn í íþróttir, sérkennslu og einnig fengum við tvær milljónir norskra króna í stuðning til að vinna að framúrskarandi kennslu fyrir eðlisfræðinemendur innan NTNU. Við erum þegar byrjuð að leita eftir samstarfsaðilum, skólum, á Íslandi. Fyrsti hluti verkefnis á Íslandi mun tengjast því að búa til réttar áskoranir fyrir lestur, skrift, reikning, teikningu og náttúrufræði. Veitum nemendum réttar áskoranir – komum þeim í flæði og kveikjum elda.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...