Arfur Edelmans

Hver er höfuðborg Frakklands?
Hver er höfuðborg Frakklands? AFP
Ger­ald Edelm­an fékk Nó­bels­verðlaun­in árið 1984 fyr­ir rann­sókn­ir sín­ar á ónæmis­kerf­inu. Eft­ir það sagðist hann ætla að ein­beita sér að því að ljúka kenn­ingu Darw­ins um heil­ann. Þess vegna er kenn­ing hans oft kölluð „Neural Darw­in­ism“. Kenn­ing­in fjall­ar ann­ars um „selek­sjon“ sem á sér stað í tauga­kerf­inu við nám eða þegar hlut­ir lær­ast hvort sem það er færni í stærðfræði eða aðrir hlut­ir sem varða þekk­ingu eins og að þekkja höfuðborg­ir landa í Evr­ópu eða að vita hverj­ir Mahat­ma Gandí eða Nel­son Mandela voru.
Til að skýra hvað skeður við nám höf­um við sagt til að ein­falda hlut­ina að í byrj­un get­ur færni eða kunn­átta verið skýrð þannig að við höf­um skapað litla snaga í gegn­um áreiti og reynslu. Snagi er þá net­verk af tauga­frum­um sem hafa tengst og vinna sam­an. Í byrj­un eru snag­arn­ir litl­ir og ekki svo sterk­ir. Við mun­um höfuðborg­ir Íslands og Nor­egs en höf­um gleymt höfuðborg­um hinna nor­rænu land­anna. En með meiri þjálf­un og reynslu verða þeir stærri og sterk­ari, sem sagt við mun­um höfuðborg­ir allra Norður­land­anna.
Hermundur Sigmundsson.
Hermundur Sigmundsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá er spurn­ing­in hvaða snaga vilj­um við skapa. Við verðum líka að ákveða hvaða snaga vilj­um við gera sterk­ari. Þetta á bæði við um öll skóla­stig og í þeirri vinnu sem við erum að fást við.

Þegar við erum ung þá höf­um við mjög mikið af tauga­frum­um og mögu­leg­um teng­ing­um (gráa efni heil­ans). Þetta þýðir að á unga aldri erum við með gíf­ur­lega mikla mögu­leika á að skapa marga snaga sem er síðan hægt að þróa með áreiti og þjálf­un. Eitt gott dæmi eru mögu­leik­ar á að þróa tungu­mál. Ég þekkti fjöl­skyldu sem bjó í Nor­egi þar sem pabb­inn var fransk­ur og mamm­an hol­lensk. Strák­ur­inn þeirra 5 ára talaði reiprenn­andi frönsku, hol­lensku og norsku þar sem hann hafði verið á norsk­um leik­skóla frá 12 mánaða aldri.

Kenn­ing Edelm­ans hef­ur einnig sýnt fram á gíf­ur­lega sér­hæf­ingu í námi. Það er að segja þú verður góður í akkúrat því sem þú þjálf­ar. Þú verður ekki góður nema að þjálfa akkúrat þá færni eða kunn­áttu sem þú hef­ur fengið áreiti/þ​jálf­un eða reynslu í. Til dæm­is get­ur ung­ling­ur verið góður í al­gebru en ekki rúm­fræði, því hann hafði ekki æft rúm­fræðina jafn mikið.

Þannig að þessi kenn­ing sýn­ir okk­ur klár­lega að það sem þjálfast þró­ast og styrk­ist. Það er aldrei of seint að læra nýja hluti – byrjaðu núna.

Her­mund­ur Sig­munds­son er pró­fess­or í lífeðlis­legri sál­fræði við Há­skól­ann í Þránd­heimi og Há­skól­ann í Reykja­vík og skrif­ar pistla um vís­indi og sam­fé­lag. Pist­ill­inn birt­ist fyrst í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins 5. maí 2019.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert