Tölum sífellt minna í heimasímann

Gagnamagn á farsímaneti heldur áfram að aukast, þó að dregið …
Gagnamagn á farsímaneti heldur áfram að aukast, þó að dregið hafi úr aukningunni sem verið hefur afar hröð undanfarin ár með innleiðingu á 4G. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir að fjölda áskrifenda með heimasíma minnki einungis lítillega á milli ára, heldur töluðum mínútum yfir fastlínu áfram að fækka hratt og voru þær 18,5% færri árið 2018 en árið 2017.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn árið 2018.

Farsímaáskriftum fjölgaði lítillega á milli ára og voru yfir 424 þúsund talsins árið 2018, en Síminn, Nova og Vodafone skipta markaðshlutdeildinni nokkuð jafnt á milli sín, en Síminn sigldi fram úr Nova, sem hafði verið með flestar áskriftir árin á undan.

Síminn var kominn með fleiri farsímaáskriftir en Nova í lok …
Síminn var kominn með fleiri farsímaáskriftir en Nova í lok síðasta árs. Tafla/Póst- og fjarskiptastofnun

Gagnamagn á farsímaneti heldur áfram að aukast, þó að dregið hafi úr aukningunni sem verið hefur afar hröð undanfarin ár með innleiðingu á 4G.

Veltan á fjarskiptamánuði jókst heilt yfir árið 2018. Tekjur af heimasíma, farsíma og sjónvarpsþjónustu fóru lækkandi, en tekjur af fastaneti, gagnaflutningum og internetþjónustu hafa farið hækkandi.

Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú í fyrsta sinn upplýsingar um gagnamagn notenda á fastaneti.  Í ljós kemur að meðalnotandinn er að hala niður 182 GB af efni í hverjum mánuði, en að senda frá sér 34 GB á sama tíma.

Skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar í heild sinni

mbl.is