Hundar greinast með iPhone

Senn geta öll öpp greint dýr, afrek sem ætla má …
Senn geta öll öpp greint dýr, afrek sem ætla má að hafi tekið heilt rannsóknarteymi fimm ár. AFP

Hundar og kettir eru meðal þess sem vökul augu iPhone-myndavélarinnar munu kunna að bera kennsl á, eftir uppfærslu á stýrikerfi símanna, iOS 13, sem von er á í haust.

Forritið VNAnimalDetector er að finna í stýrikerfinu og mun það geta staðsett dýrin á myndum. Það er ekki ætlað almenningi heldur forriturum sem geta byggt það inn í eigin forrit. Apple er langt í frá fyrst fyrirtækja til að hanna gæludýraskanna, en sái nýi er þó ólíkur flestum að því leyti að hann mun standa forriturum, sem vilja nýta hann í eigin forrit og öpp fyrir Apple-vörur, til boða frítt.

VNAnimalDetector er hluti af Vision-skilunum (API), en upplýsingar um hann er að finna á heimasíðu Apple. Meðal annarra nýjunga sem Vision býður upp á, er möguleikinn á að finna út hvort tvær myndir eru svipaðar, betri andlitsgreining, og möguleikinn á að bera kennsl á ýmsa hluti sem þó eru hvorki mennsk andlit né gæludýr.

Þessi eiginleikar munu til að mynda nýtast í leitarvél innbyggða myndaforritsins í iPhone, sem heitir einfaldlega Photos, þannig að auðveldara verður að fletta upp myndum, sem teknar hafa verið á símann, af tilteknum fyrirbærum. 

Úr kynningu Apple, WWDC, fyrr í mánuðinum.
Úr kynningu Apple, WWDC, fyrr í mánuðinum. Skjáskot/Apple
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert