Rafbílar verði með vélarhljóð

Rafbílar geta reynst blindum og sjónskertum hættulegir.
Rafbílar geta reynst blindum og sjónskertum hættulegir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rafbílum sem alla jafna heyrist lítið vélarhljóð í verður gert að gefa frá sér hefðbundið bílahljóð eins og flestir þekkja, samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins. Þetta er gert til að auðvelda gangandi vegfarendum að heyra í rafbílum í umferðinni. BBC greinir frá

Reglurnar ganga í gildi í dag og taka til allra nýrra rafmagnsbíla. Þeir verða með sérstakan búnað sem gefur frá sér vélarhljóð. Það virkjast þegar bílnum er ekið undir 19 km/klst. og einnig þegar bíllinn bakkar. Ökumaðurinn getur þó kveikt á búnaðinum og slökkt að vild en mælst er til þess að hann sé notaður í fyrrgreindum akstri.

Ástæðan er sú að þegar bílum er ekið hægt eða þeim er bakkað eru þeir oftast í nálægð við gangandi vegfarendur. 

Samtök blindra og sjónskertra hafa lýst áhyggjum sínum af þessum hljóðlátu ökutækjum sem skapar hættu sérstaklega fyrir þennan hóp. Samtökin vilja að gengið verði enn lengra og rafbílunum verði gert að gefa ávallt frá sér vélarhljóð.     

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
TUNIKA
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi TUNIKA - 3900 ST.36-52 Sími 588 8050. -...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...