Felldu tár við almyrkva á sólu

Mörg hundruð þúsund manns söfnuðust saman við La Silla-stjörnuskoðunarstöðina í norðurhluta Chile í nótt til að fylgjast með almyrkva á sólu. 

Aðstæður voru með besta móti, heiðskírt og lítil sem engin sjónmengun svo niðurstaðan varð sannkölluð paradís fyrir vísindamenn og eldheita stjörnuskoðara sem sumir hverjir felldu tár. 

„Þetta var ótrúlegt, þetta var undursamlegt, ég felldi tár, mörg tár,“ segir einn stjörnuskoðarinn í samtali við AFP-fréttastofuna. 

Sólmyrkvi, eða almyrkvi á sólu, verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð. Almyrkvi verður aðeins þegar sólin, tunglið og jörðin eru í beinni línu. Almyrkvinn í nótt varði í um tvær og hálfa mínútu. 

Almyrkvi á sólu varð síðast á Íslandi í mars 2015 en Stjörnu­skoðun­ar­fé­lag Seltjarn­ar­ness hef­ur þegar hafið und­ir­bún­ing vegna al­myrkva á sólu sem verður 12. ág­úst 2026, eða eft­ir tæp­an ára­tug.

Nánari upplýsingar um sólmyrkva má nálgast á Stjörnufræðivefnum

Almyrkvi á sólu séður frá stjörnuskoðunarstöðunni La Silla í La …
Almyrkvi á sólu séður frá stjörnuskoðunarstöðunni La Silla í La Higuera í Chile í nótt. AFP
Sérstök sólmyrkvagleraugu eru nauðsynleg þegar almyrkvi á sólu er annars …
Sérstök sólmyrkvagleraugu eru nauðsynleg þegar almyrkvi á sólu er annars vegar. AFP
Sólmyrkvinn varði í um tvær og hálfa mínútu.
Sólmyrkvinn varði í um tvær og hálfa mínútu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert