Kvennaþvagskálar á útihátíðirnar

Er þetta lausnin sem konur hafa beðið í áratugi.
Er þetta lausnin sem konur hafa beðið í áratugi. Ljósmynd/Lapee

Ójafnvægi í salernisaðstöðu kynjanna á útihátíðum gæti mögulega verið úr sögunni gangi hugmyndir danska fyrirtækisins Lapee eftir en það hefur sett upp 48 samnefndar einingar fyrir konur á Hróarskelduhátíðinni sem nú stendur yfir. Í hverri Lapee skál geta þrjár konur létt á sér á fljótlegan hátt.   

Hönnunin er einföld þar sem skálarnar bjóða upp á næði og ferskt loft á meðan losun stendur. Konur og stúlkur gætu því mögulega sagt skilið við illa lyktandi skúrana sem enginn kann að meta. Breski vefurinn The Guardian kynnti sér hvernig til hefur tekist á Hróarskeldu og þó könnunin sé óvísindaleg eru einhverjir sem telja að lyktin á hátíðinni sé betri í ár en oft áður og möguleg skýring er talin ver að færri konur létti á sér á jörðina.

View this post on Instagram

A post shared by Lapee (@lapee_dk) on Jul 2, 2019 at 9:17am PDT

Salernisferðir kvenna verða ósjaldan að félagslegum athöfnum og hönnuðir Lapee hafa augljóslega haft það í huga þar sem auðveldlega er hægt að hafa samskipti sín á milli innan hverrar einingar.

Lausnin er ekki úr lausu lofti gripin þar sem salernisfrumkvöðullinn á bak við Lapee er franski arkitektinn Gina Périer sem er búsett í Danmörku. Hún hefur í gegnum tíðina starfað við Hróarskelduhátíðina og þekkir því vel ammóníaksmettað andrúmsloftið sem gestir Hróarskeldu hafa þurft að anda að sér í gegnum tíðina. 

Hér má sjá umfjöllun TV2 um salernisbyltinguna.


   

mbl.is
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
BOLIR -1800
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi BOLIR - 1800 ST.14-30 Sími 588 8050. - ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...