Þörungar blómstra fyrir vestan land

Þörungarnir eru í blóma fyrir vestan land.
Þörungarnir eru í blóma fyrir vestan land. Ljósmynd/NASA

Ísland skartaði sínu fegursta á mynd sem tekin var úr TERRA gervitungli NASA í dag, en heiðskýrt var yfir stærstum hluta landsins, þó örlítill skýjabakki væri yfir Norðausturlandi. Þá sést vel að þörungar í Faxaflóa og fyrir vestan land blómstra vel þessa dagana.

Á Facebook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands er bent á ef myndaröð fyrir daginn sé skoðuð komi í ljós dauf en breið misturrönd þvert yfir landið, frá suðaustri til norðvesturs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert