50 ár frá tungllendingunni

Haldið var upp á 50 ára afmæli tungllendingarinnar í Washington, ...
Haldið var upp á 50 ára afmæli tungllendingarinnar í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag. Hér hefur Appolo 11 verið varpað á Washinton-minnismerkið. AFP

50 ár eru í dag liðin frá því Bandaríkjamennirnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin lentu tunglfarinu Erninum á yfirborði tunglsins og stigu fæti þangað fyrstir manna.

Fjórum dögum áður hafði Appolo 11, geimfari NASA, verið skotið á loft frá Kennedy-geimstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum. Talið er að um hálfur milljarður manna hafi fylgst með fyrstu skrefum Armstrong á tunglinu en við það tækifæri lét hann falla þau eftirminnilegu ummæli „Eitt lítið skref fyrir mann, en stórt skref fyrir mannkynið.“

Hjálmar Sveinsson verkfræðingur og Páll Theódórsson eðlisfræðingur lýstu lendingunni í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu og má heyra lýsinguna á heimasíðu RÚV.

Armstrong og Aldrin voru um tvo tíma og korter á yfirborði tunglsins og söfnuðu þeir rúmu 21 kílógrammi af efnum af yfirborði tunglsins sem þeir fluttu með sér til jarðar.

Í geimmiðstöðinni í Houston fengu gestir að prófa að klæða ...
Í geimmiðstöðinni í Houston fengu gestir að prófa að klæða sig í geimbúninga. AFP
mbl.is
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Útsala .Kommóða ofl.
Til sölu 3ja skúffu kommóða,mjög vel útítandi,ljös viðarlit.. Verð kr 2000.. Ei...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...