Fundu plánetu sem er mögulega lífvænleg

Ef aðstæður eru réttar á GJ 357d, yrði hún nálægasta ...
Ef aðstæður eru réttar á GJ 357d, yrði hún nálægasta lífvænlegasta plánetan sem vitað er af. AFP

Alþjóðlegt teymi geimfara hefur uppgötvað nýtt sólkerfi með plánetu sem gæti verið lífvænleg fyrir mannfólk. 

Þetta segir spænskur stjarneðlisfræðingur í samtali við AFP-fréttastofuna. Þrjár nýjar plánetur á hringbraut um GJ 357, sem er rauður dvergur 31 ljósár í burtu, uppgötvuðust en samkvæmt Rafael Luque þykir sú fjarlægð nokkuð stutt í stærra samhengi. 

Þá hefur NASA einnig gert grein frá uppgötvuninni, en TESS-gervitungl geimferðastofnunarinnar gerði fundinn mögulegan. 

Af plánetunum þremur þykir sú ysta frá GJ 357 áhugaverðust. Er hún einfaldlega kölluð GJ 357d og telja vísindamenn að hún gæti verið lífvænleg mannfólki. Hinar tvær þykja of heitar. 

Á meðal merkja um lífvænleika eru plánetur sem eru með grýtt yfirborð, svipaðar að stærð og jörðin og með með svipaða fjarlægð frá sólu, en hún má hvorki vera of löng né stutt því hitastigið þarf að vera mátulegt til að vatn finnist, sem er lykilinn að því að finna líf.

Í ljósi fjarlægðar GJ 357d frá rauða dvergnum, sem er svipað löng og fjarlægð Mars frá okkar sólu, telja rannsakendur að hitastig plánetunnar sé um mínus 53 gráður á celsíus. 

„Það kann að virðast frekar kalt,“ segir Luque. En „ef þessi pláneta hefur andrúmsloft (ólíkt mars), gæti hún geymt hitann frá stjörnu sinni, og vatn gæti verið á vökvaformi.“

Þá er talið að GJ 357d sé svipuð að stærð og jörðin eða jafnvel tvisvar sinnum stærri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...